Fugladekur
Te - Nature Boost
Te - Nature Boost
Couldn't load pickup availability
Nature Boost 25gr
Þessi kröftuga te blanda er rík af blómum og laufum sem gera drykkinn bragðgóðann. Með heilum blómum á við Hibiskus fær fuglinn nauðsynleg steinefni og næringu eins og C-vítamín sem er þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfið.
Þetta er frábær viðbóð við fjölbreytt, hollt mataræði.
Innihald: Hibiskus blóm, Rosehip, Tulsi lauf, Lindiblóm, Fífla blöð og Kamillu blóm.
Aðferð:
* Hitið vatn rétt undir suðumarki. Passið að vatnið sé á milli 70°og 80°C
* Mælið 1,5tsk af te í hverja 300ml af heitu vatni og setjið í tepoka/sigti.
* Setjið tepokann/sigtið í teketil eða bolla og hellið vatninu yfir. Gætið þess að allt te se undir vatni og látið standa í 3-5mín.
* Þegar sá tími er liðinn fjarlægið tepokann/sigtið. Leifið teblöndunni að kólna að stofuhita áður en fuglinum er gefið. Notið minna eða meira vatn eftir smekk fuglsins.
Önnur aðferð:
Einnig má gera kalt te. Þá er te sett í kalt vatn og látið standa í 6-12 klst í kæli. Hægt er að fjarlægja laufin og blómin, eða hafa þau með í þegar fuglinum er gefið te.
Einnig má setja þessa blöndu þurra út á fóðrið til að bæta fjölbreitni og næringu í fæðu.
Tilbúið te verður að geyma í kæli ef ekki drukkið og geymist í allt að tvo daga. Til að tryggja að teið skemmist ekki er ráðlagt að fjarlægja það úr búri fuglsins eftir fjóra klst. Mælt er með að gefa einusinni á dag.
*Þessi vara er ekki ætluð sem lyfjameðferð eða í lækningarskyni, eða fyrir fólk til að innbyrgða. Te kemur ekki í staðin fyrir vatn.*
Share

