Fugladekur
Te- Hormone Bliss
Te- Hormone Bliss
Couldn't load pickup availability
Hormone Bliss 25gr
Þessi teblanda er séstaklega samsett til þess að bæta líðan dýra. Jurtirnar hafa verið valdar af kostgæfni til þess að stuðla að heildbrigðri hormónastarfsemi.
Innihald: Hindberja lauf, Tulsi, Fífla rót, Rauðsmári, Salvía, Lakkrís rót, Agnus Castus, Svört Cohosh Rót og Ashwagandha Rót.
Aðferð:
* Hitið vatn rétt undir suðumarki. Passið að vatnið sé á milli 70°og 80°C
* Mælið 1,5tsk af te í hverja 300ml af heitu vatni og setjið í tepoka/sigti.
* Setjið tepokann/sigtið í teketil eða bolla og hellið vatninu yfir. Gætið þess að allt te se undir vatni og látið standa í 3-5mín.
* Þegar sá tími er liðinn fjarlægið tepokann/sigtið. Leifið teblöndunni að kólna að stofuhita áður en fuglinum er gefið. Notið minna eða meira vatn eftir smekk fuglsins.
Önnur aðferð:
Einnig má gera kalt te. Þá er te sett í kalt vatn og látið standa í 6-12 klst í kæli. Hægt er að fjarlægja laufin og blómin, eða hafa þau með í þegar fuglinum er gefið te.
Einnig má setja þessa blöndu þurra út á fóðrið til að bæta fjölbreitni og næringu í fæðu.
Tilbúið te verður að geyma í kæli ef ekki drukkið og geymist í allt að tvo daga. Til að tryggja að teið skemmist ekki er ráðlagt að fjarlægja það úr búri fuglsins eftir fjóra klst.
Gefist einusinni á dag fyrir fugla í hormónaójafnvægi
*Þessi dýravara er ekki ætluð fólki. Hún kemur ekki í stað vatns.*
Share

